14.4.2006 | 18:46
Pirrí pú
Jæja þá er búið að ferma systu svo það er ekkert elsku litla sys lengur... og jiii hvað ég var búin að gleyma hvað "messúvínið" var VONT En veislan heppnaðist alveg ljómandi vel og mikið var nú gott að koma heim og fara beint í náttfötin og svo opnaði Áslaug allar gjafirnar og vááááá hvað það tók langan tíma.. og hefði maður nú viljað vera að fermast núna en ekki fyrir 6 árum Þvílíkar gjafir, allavega held ég að ég missi heyrnina næsta mánuðin þar sem að hún fékk rafmagnsgítar... en hún fékk reyndar headfón með
En annars er þetta alveg fáránlega langur dagur... ég vakanði hálf sjö og þurfti nú ekki að vakna fyrr en hálf átta og fara með Stjána í flug sem var síðan ekkert flogið... og ég er bara búin að vera vakandi í allan dag.. og svo loksins þegar ég ætlaði að slaka á og ætlaði nú að reyna að sofna smá.. NEI þurfti þá ekki litla krílið að fara að leika sér svoldið og það ekkert lítið... Áslaug var bara í hláturskasti yfir þessu og fann krílið sparka á fullu... og Stjánalingur fann í gær.. Annars liggja allir afvelta hérna og búnir að éta yfir sig og það síðasta sem ég get hugsað mér núna er matur... en ætli maður verði ekki að borða smá á eftir..
Ætla að fara að kúra yfir tv... og læt eina mynd fylgja sem var tekin í gær...
Slauga----> ógó mikið pirrí pú
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.