20.4.2006 | 22:37
Tarzan er konungur apana....
Jæja sumardagurinn fyrsti bara í dag og já við fengum nú ekki slæmt veður hérna.. ég skellti mér í Hveró með þremur móngó.. Gerðum allt kreisí þarna.. Svo komum við heim og mútta og Haukur bara að grilla og fínerí og svo fengum ég, Áslaug og Haukur okkur nú grillaðan banana með súkkulaði í bara gott...
Hehe en já þið sem munið nú eftir Tarzan og Jane... þá fór ég nú í Eden í dag og já kannski ekkert skrýtið akkuru ég var kölluð Tarzan fyrir nokkrum árum... Fékk mér líka þennan fína skær græna ís sem Inga Ragna bennti mér á og hann var ógó góður nema það að ég var eitthvað lengi að éta hann og hann datt niður og það á gulu peysuna mína
En loksins hættu vinnubuxurnar mínar að vera hvítar í gær var búin að bíða eftir þessu svo mikið lengi en þær urðu nú smá appelsínugular... já ég fékk loksins að vinna í humri en það voru bara halar... en það verður heill á morgun og ég vona að ég fái að pakka... eins og mér fannst nú leiðinlegt í þessu sumarið 2004 þá er alveg ótrúlega fyndið hvað mig hlakkar til að byrja að pakka aftur...
En annars er ég bara nokkuð hress og litla krílið er sparkandi allan sólahringinn... stundum getur það verið frekar óþægilegt... Þetta verður skæruliði eins og pabbi sinn.... ég er náttla svo mikill engill hehe
Slaugan... sem langar alls ekki í spaghettí og brúna sósu....
Athugasemdir
heheheheh þetta er fyndið tarzan... hehe þú heitir það held ég ennþá í símanum mínum... hehehehe
Hófí Fjóla (IP-tala skráð) 21.4.2006 kl. 19:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.