jájá einmitt

Helgin

Helgin var bara með besta móti... á föstudeginum þurfti ég nú reyndar að fara til Reykjavíkur með hann Atla minn því honum tókst að skemmileggja gleraugun sín og við þurftum að bíða svoldið eftir þeim.. En svo skellti ég mér aðeins á Stokkseyri og sat hjá Jenný og Hilmari á meðan pabbi og Íris fóru í afmæli.. En Íris kom svo snemma heim að við kíktum bara í afmælið líka bara svona til að láta múttu vita að við værum að fara heim og reyndar líka til að hitta Búa og Möggu.. Ekkert smá gaman að sjá þau... En laugardagurinn fór í að vera með Þröst og við skelltum okkur bara að skoða bílana í Reykjavíkinni með Margréti... svo kom að því að gera sig fínan fyrir kvödið því kjella var jú á leiðinni á árshátíð sem að heppnaðist bara vel,maturinn góður og skemmtiatriðin frábær.. allavega skemmti ég mér vel, sennilega síðasta skiptið í bili.... Það var auðvitað dansað af sér skóna og ég er viss um að þetta kríli verði dansikríli.... Maður fór nú á ball með mömmu og Hauk og svo var pabbi þarna líka og hann var nú helvíti hress kallinn... Svo á sunnudaginn var farið út að borða á hafinu bláa og váá hvað það var æðislegt svo var skellt sér í afmælisveislu til Möggu en ég lét þó kökurarnar vera... gaf henni svo helvíti fína afmælisgjöf sem að reyndar klikkaði smá... og sat næstum föst á borðinu hjá ömmu og afa... En við Þorsteinn náðum nú að redda þessu....

Vinnan

Já nú er ég bara að vinna frá 7-12 og það er bara fínt... var reyndar í fríi í dag því ég þurfti aðeins að heilsa upp á tannsa og svo er bara enginn humar á morgunn svo það er bara frí líka þá og svo fer ég að vinna á fimmtudaginn og frí á föstudaginn... helvíti nice vika Ullandi

Næsta helgi 

þá er ferðinni heitið alla leiðina norður á Akureyri á bíladaga og verðum við alveg fult mörg... Sennilega fyrsta og seinast "útilegan" mín en við verðum samt í íbúð þannig... en ég ætla samt að grilla pulsur Ullandi og ég ætla ekki að koma heim fyrr en á miðvikudag Svalur

Beibý-ið

já ég held að það verði bara kallað beibý.. sama hvaða nafn það fær.... En annars stækkar beibý-ið alveg á fullu og það er farið að taka svoldið mikið pláss og bumban orðin alveg nógu stór... Annars gengur bara vel og stundum þegar ég vakna gleymi ég bara að ég sé ólétt og ætla að rífa mig fram úr... en nei... Svo var/er ég að vesenast í fæðingarorlofinu... úff þvílíkt rugl... er alveg orðin beeeluð á þessu...

 

 

Jæja held ég skelli mér bara aðeins í smá labbitúr Ullandi

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

OHHH ég öfunda þig svooooo að vera að fara norður!! mig langar svo líka :(:( *snökt*

Gott að allt gengur vel :)

Ég ætla líka í göngutúr...

Steinunn Fjóla (IP-tala skráð) 13.6.2006 kl. 17:48

2 identicon

ég vil fleiri bumbumyndir takk ;)

Sigrún útlendingur :) (IP-tala skráð) 18.6.2006 kl. 17:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband